Legado Munoz Garnacha 2013

Vino de la Tierra de Castilla eru vín frá Castilla-La Mancha á spænsku hásléttunni, þetta er vínflokkurinn undir DO,  ekki ósvipaður  vin de pays í Frakklandi og gefur vínhúsunum meiri sveigjanleika, t.d. varðandi hvaða þrúgur eru notaðar.  Það er Garnacha-þrúgan sem er notuð í þetta rauðvín frá Munoz-fjölskyldunni en margir þekkja þá þrúgu líka undir franska heitinu Grenache.

Dökkrautt,  björt berja og blómaangan í nefi, kirsuber, rifs, létt kryddað, mild eik,  vanilla, mjúk tannín. Fínt með t.d. pylsum eða ostum.

1.890 krónur. Góð kaup.

Deila.