Pago de Cirsus Vendimia Selecionada 2012

Vino de Pago er tiltölulega ný skilgreining innan spænska flokkunarkerfisins sem nær til einstakra vínhúsa en ekki heilla vínsvæða. Pago de Cirsus er vínhús í Navarra sem að fellur undir þennan flokk og fyrstu vínin frá því komu nýlega í búðirnar. Þetta rauðvín er blanda úr þremur þrúgum, Tempranillo, Merlot og Syrah.

Dökkt, enn þá ungt, svolítið stíft,  í nefi dökkur berjaávöxtur, kirsuber, sólber, eikin hrein, angan af nýjum við. Í munni nokkuð stíf tannín, þétt. Það borgar sig að umhella víninu áður en þess er neytt til að leyfa því að opna sig betur.

2.490 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.