Cloudy Bay Chardonnay 2013

Allt frá því að Cloudy Bay var stofnað í Wairau-dalnum í Marlborough á Nýja-Sjálandi árið 1985 hefur Cloudy Bay verið eitt fremsta vínhús landsins og er í hugum margra eitt helsta tákn nýsjálenskra gæðavína. Þrátt fyrir að flestir tengi Marlborough við þrúguna Sauvignon Blanc standa Chardonnay-vínin þeim hins vegar jafnfætis og stundum vel það.

Þéttur og mragslungið í nefi, þroskaður ávöxtur, sæt límóna, fíkjur, ferskjur en einnig mildur reykur, smá eldspýtustokkur, þéttriðið í munni, ferskt, ávöxturinn smá míneralískur. Vin fyrir t.d. humar.

4.599 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.