Góðvinur síðunnar gaukaði að okkur þessari geggjuðu uppskrift að asískum „baby back“-rifjum sem eru marineruð í asískum kryddlegi og síðan elduð í bjór áður en þau eru grilluð.
- 2 dl Hoi Sin sósa
- 2 dl vatn
- 5-7 sm bútur af engiferrót
- 1 grænn chilibelgur
- 3 vænir hvítlauksgeirar
- 1/2 rauðlaukur
Setjið í matvinnsluvél og maukið í sósu.
Þá setjum við rifin í ofnskúffu eða fat. Veltið rifjunum vel upp úr sósunni þannig að hún þekji þau. Leyfið kjötinu að marinerast við stofuhita í um það bil hálftíma.
Hellið einum bjór yfir rifin í ofnskúffuni og setjið inn í 220 gráðu heitan ofn. Eldið í um 20 mínútur. Þá er rifjunum snúið við og þau elduð í 20 mínútur á hinni hliðinni.
Takið nú ofnskúffuna/fatið úr ofninum. Hellið afganginum af sósunni yfir kjötið. Það má líka bæta við smá BBQ-sósu að eigin smekk á þessu stigi. Grillið á háum hita í um 5 mínútur á hvorri hlið þannig að rifin fái á sig smá stökka „skorpu“
Skerið niður chilibelgi í litlar sneiðar. Mælum með því að fræhreinsa þá fyrst nema þið viljið ofurhita. Fallegast er að nota chili í mismunandi litum. Stráið chili yfir rifin ásamt nokkrum matskeiðum af sesamfræjum sem búið er að þurrrista á pönnu.
Með þessu má t.d. hafa hrásalat – annað hvort asískt Cole Slaw eða þá klassískt Cole Slaw.