Jólamarkaður Búrsins um helgina

Jólamarkaðurinn Búrsins verður haldinn í Hörpu helgina 21-22 nóv. Opunartími markaðarins líkt og síðustu ár er frá 11-17.  Á markaðnum verða um 40 aðilar víðs vegar að af landinu. Bændur, sjómenn og smáframleiðendur.
Fyrirkomulagið er með örlítið breyttum hætti frá síðustu mörkuðum.  Aðgangseyrir er 1.000 kr en gestir fá endurgreitt í hlutfalli við það sem þeir versla á markaðinum, hundrað krónur af hverjum þúsund krónum sem verslað er fyrir.  Þannig er hægt að fá allt að 800 krónur endurgreitt, auk þess sem gestir fá aðgang að örkynningum og taka þátt í happdrætti þar sem veglegar mataröskjur af markaði eru í verðlaun.
Á markaðnum verður að venju allskonar góðgæti, má þar nefna kálfapylsur, hangikjöt á beini, lífrænt súrdeigs bakarí, panetone, jólasúkkulaði, hvannarsúpa, kanínukjöt, rjómaís, mysa, heitreykt þorsklifur, regnbogasilungur, lífrænt lambakjöt, sinnep, jólakaffi, te, jólasíld og lostalengjur svo eitthvað sé nefnt.
Deila.