Kjúklingapanna með ómótstæðilegri sósu

Það er ekki mikið mál að gera gómsæta kjúklingapönnu. Það er ítalskt yfirbragð yfir þessari, sólþurrkaðir tómatar, parmesan og basil og sósan er alveg ómótstæðilega góð

  • 8 kjúklingalæri á beini
  • 10 sólþurkaðir tómatar, skornir í strimla
  • 1 tsk chiliflögur
  • 4-6 söxuð hvítlauksrif
  • 2 dl kjúklingasoð (kraftur og vatn)
  • 1 dl hvítvín
  • 2,5 dl rjómi
  • 1 lúka nýrifinn parmesan
  • 1-2 tsk þurrkaður basil
  • 1-2 tsk þurrkað timjan
  • lúka ferskt basil
  • salt og nýmulinn pipar
  • smjör og olía

Byrjið á því að hita olíu og smjör saman á pönnu. Piprið kjúklingalærin vel og kryddið með timjan og basils. Ekki salta strax.  Setjið á pönnuna með skinnhliðinni niður. Steikið í 3-4 mínútur á miðlungshita og snúið þá við og steikið jafnlengi áfram. Takið kjúklingalærin af pönnunni og geymið.

Setjið hvítlauk og chiliflögur út á pönnunna. Hrærið um í 1-2 mínútur og hellið þá hvítvíni og soðið út á ásamt sólþurrkuðum tömötum. Leyfið að malla um stund og hellið þá rjómanum saman við. Þegar suðan er komin upp aftur er kjúklingabitunum bætt út á aftur ásamt parmesanostinum.

kjúklingapannaSetjið pönnuna í 200 gráðu heitan ofn. Eldið í um 30 minútur. Takið þá út. Blandið söxuðum, ferskum basil saman við. Ef sósuna þarf að þykkja meira má láta hana malla í smástund á pönnunni til viðbótar. Bragðið til með salti ef þarf.

Berið fram með t.d. hrísgrjónum.

Deila.