Chateau Musar 2008

Chateau MusarChateau Musar er vín sem er erfitt að bera saman við önnur, þó svo að það væri ekki nema vegna þess að það kemur úr Beeka-dalnum í Líbanon.Vínið er blanda úr frönsku þrúgunum Cabernet Sauvignon, Cinsault og Carignan.

Dökkt, heitt og kryddað, angan af þroskuðum plómum, fíkjum, sólberjum, töluverður reykur og jörð, eins og alltaf er Musarinn mikill, Bordeaux-legur upp að vissu marki en líka svolítið villtur, ávöxturinn einstaklega ágengur, mikill, framandi og heillandi. Magnað vín.

90%

5.199 krónur. Frábær kaup, Chateau Musar er eitt af vínunum sem að allir verða að smakka. Umhellið. Geymist árum og áratugum saman en er ljúffengt núna. Með villibráð.

  • 9
Deila.