Það má segja að þetta búlgur-salat sé fusion-afbrigði við kreólauppskriftina Jambalaya. Chorizo er hægt að fá í stórmörkuðum bæði í sneiðum sem heilum pylsum. Hér notum við heilu pylsurnar.
- 400 g Chorizo
- 3 dl couscous e’a búlgur
- 1 dós maukaðir tómatar
- 1 laukur, saxaður
- 3-4 hvítlauksgeirar
- 1-2 tsk kjúklingakraftur
- 1/2 fetakubbur, skorinn í bita
- væn lúka af söxuðum kóríander
- salt og pipar
Skerið Chorizo-pylsuna niður í litla bita, saxið lauk og hvítlauk. Hitið olíu á pönnu og steikið pylsubitana í nokkrar mínútur og bætið þá við lauk og hvítlauk. Veltið um á pönnunni í 3-4 minútur. Blandið búlgur eða couscous saman við og hellið síðan tómötunum út á, kjúklingakraftinum og um 3 dl af vatni og blandið vel saman. Látið malla í 12-15 mínútur undir loki á vægum hita. Bragðið til með salti og pipar. Blandið niðurskornum Fetaostinum og söxuðum kóríander saman við og berið fram.