Tipperary

Ási á barnum á Kitchen & Wine á 101 Hótel var einn þeirra sem setti St. Patricks-kokteil á listan hjá sér í tengslum við dag Heilags Patreks. Drykkurinn heitir Tipperary og er af Manhattan-fjölskyldunni. Hann segir að þetta sé drykkur sem eigi sér stað í hjarta sínum en sjálfur fékk hann Tipperary í heimsókn á hinn fræga kokteilbar Attaboy á Lower East Side á Manhattan þegar hann bað barþjóninn um að setja saman kokteil fyrir sig með því eina skilyrði að nota yrði grænan Chartreuse.

  • 45 ml Jameson’s Irish Whiskey
  • 15 ml grænn Chartreuse
  • 30 ml Antica Formula

Hrærið ásamt klaka. Síið í Manhattan-glas. Skerið smá sneið af sítrónuberki. Nuddið glasröndina með berkinum og leggið loks ofan á glasið.

Deila.