Canepa Chardonnay Reserva Famiglia 2015

IMG_1275Canepa-vínin eru góðkunningjar íslenskra vínneytenda frá Chile, hafa verið hér á markaðnum í vel á annan áratug, með einhverjum hléum þó. Þetta hvítvín úr Famiglia-línunni er gert úr Chardonnay-þrúgum sem ræktaðar eru á nokkrum svæðum í miðhluta dalsins er falla undir skilgreiningu Rapel-dalsins. Það er létt, suðrænt, sítrus áberandi í nefi en líka gul epli og bakaðar perur, vottur af vanillu. Í munni milt og ferskt, þægilegur og mildur ávöxtur, suðrænt og sumarlegt.

70%

1.999 krónur. Mjög góð kaup. Gott sumarvín.

  • 7
Deila.