Venica Collio Merlot 2013

IMG_1584Venica & Venica er athyglisvert vínhús í Friuli í norðausturhorni Ítalíu, upp við landamærin að Slóveníu. Friuli er þekktast fyrir hin mögnuðu hvítvín sín en þar eru ekki síður ræktuð rauðvín, oft með frábærum árangri. Merlot-þrúgan er ein af þeim algengari í Friuli en hún hefur verið ræktuð á þessum slóðum frá því um miðja nítjándu öld.

Vínið hefur fallegan rauðfjólubláan lit, ávaxtaríkt í nefi með plómum, dökkum, sólbökuðum berjum og kryddjurtum, svolítið grænt, út í papriku. Í munni þykkur ávöxtur, góð sýra og fínn tannískur strúktúr, míneralískt.

80%

2.895 krónur. Frábær kaup. Mjög gott matarvín.

  • 8
Deila.