Mommesin Beaujolais-Village 2015

img_2739Það ættu að vera miklu fleiri Beaujolais-vín í boði hugsar maður oft þegar maður horfir  yfir vínúrvalið enda er þetta það hérað í Frakklandi sem gerir hvað matvænustu vín sem hægt er að finna. Við höfum hins vegar fengið að njóta skammarlega lítið af alvöru Beaujolais-vínum hér á landi – sem eiga lítið sameiginlegt með Nouveau-vínunum annað en landafræðina og þrúguna. (Og auðvitað verður að taka fram að það er staður og stund fyrir léttleika Nouveau-vínanna).

Þetta þorpsvín eða villages kemur frá þorpunum Lantignié og Blacé, þrúgur af gömlum vínvið. Þetta er algjört berjakompott, hindber, jarðaber, brómber, berin þroskuð, sæt og kryddð, smá jörð þarna líka. Þykkt og mjúkt.

 

 

80%

2.799 krónur. Mjög góð kaup. Af hverju ekki að reyna t.d. með kalkún?

  • 8
Deila.