Canvasback Red Mountain Cabernet Sauvignon 2013

img_2711Canvasback er vínhús í Washington-riki í Bandaríkjunum sem er í eigu hins frábæra vínhúss Duckhorn í Kaliforníu og rétt eins og í Kaliforníuvínunum eru það endur sem skreyta flöskumiðana. Þessi Cabernet Sauvignon kemur frá Red Mountain, einu besta víngerðarsvæði Washington í austurhluta Yakima-dalsins. Fyrsti árgangurinn af þessu víni var 2012 og þetta er því einungis annað vínið sem kemur á markað.

Dökkt, þétt með kröftugum sætum plómu og kirsuberjaávexti,bláber og brómber, nokkuð kryddað negull og anís, þykkt og mjúkt í munni, kröftug en mjúk tannín sem fléttast vel saman við ávöxtinn.

90%

4.842 krónur. Mjög góð kaup.

  • 9
Deila.