Duckhorn Sauvignon Blanc 2014

img_2708Duckhorn er mjög athyglisvert vínhús í Napa í Kaliforníu sem er þekktast fyrir rauðvínin sín. Nokkur vín frá Duckhorn eru nú fáanleg í vínbúðunum og hér er það Sauvignon Blanc, þrúga sem er ekki algeng í Napa og óneitanlega er þetta ekki dæmigert Sauvignon Blanc og vissulega er líka smá Sémillon í blöndunni.

Það er kröftugur og sætur suðrænn ávöxtur í nefi, mangó, lychee, kíví og þroskaðar gular melónur ásamt sítrusberki. Þykkt, langt, mjúkt og kremað í munni.

80%

4.025 krónur. Góð kaup.

  • 8
Deila.