Dominio Romano Camino Romano 2014

img_2737Cusine-fjölskyldan, einhverjir mestu Íslandsvinir Spánar, sem rekur eitt besta vínhús Katalóníu, Pares Balta hefur á síðustu árum verið að færa út kvíarnar með því að stofna lítil vínhús í Priorat (Gratavinum) og Ribera del Duero (Dominio Romano). Líkt og annað sem Cusine-fjölskyldan kemur nálægt er þetta lífrænt og vandað í hæsta gæðaflokki.

Dökkt og þykkt vín, þarna eru krækiber, sólber, töluverð jörð, vínið er nokkuð míneralískt, mikið um sig, kröftugt og ungt, þetta er vín til umhellingar, en þó eru þetta mjúk tannín þó þau séu öflug. Vín fyrir rautt kjöt, naut, lamb og þess vegna hreindýr.

100%

2.999 krónur. Alveg frábær kaup. Hálf auka stjarna fyrir frábært hlutfall verðs og gæða.

  • 10
Deila.