Chateau la Sauvageonne Cuvée Pica Broca 2014

img_3359Chateau la Sauvageonne er eitt af vínhúsum Gerard Bertrands staðsett skammt frá Miðjarðarhafinu norðvestur af borginni Montpellier. Ekra vínhússin er um 57 hektarar og er hún eina 300 metar yfir sjávarmáli sem tryggir örlítið svalara loftslag og ferskari vín.

Þetta er suður-franskt vín út í fingurgóma, kryddaður dökkur ávöxtur, dökk ber, þurrar kryddjurtir og vottur af piparkökum, heitt, piprað en ávöxturinn líka ferskur með góðri sýru, tannín mjúk og þægileg.

90%

2.899 krónur. Frábær kaup.

  • 9
Deila.