Chablis-vínið „La Sereine“ frá vínsamlaginu La Chablisienne er kennt við ána sem rennur í gegnum þorpið Chablisienne og liðast um þetta fræga víngerðarsvæði. Chablis er auðvitað eitt þekktasta hvítvínssvæði Frakklands og vínin þaðan auðvitað gerð úr þrúgunni Chardonnay líkt og önnur hvítvín í Búrgund.
Sereine er klassískur og fínn Chablis, fölur gulur litur, þétt, fókuseruð angan með fullt af sítrus og ljósum hitabeltisávexti, það er ferskt, nokkuð míneralískt og þétt með hreinum og tærum ávexti.
80%
2.799 krónur. Frábær kaup. Klassískt, vel gert Chablis.
-
8