Vadio Bairrada 2014

Bairrada er víngerðarsvæði í norðurhluta Portúgal sem er fyrst og fremst þekkt fyrir kröftug rauðvín og freyðivín. Þarna eru hins vegar líka framleidd hvítvín og þetta. Vadio er lítið fjölskylduhús sem ræktar vín á um þremur hektörum, meginþrúgan í hvítvíninu er Sercial, sem þekktust er fyrir að vera ein af Madeira-þrúgunum. Mjög fölt á lit, fölgrænt. Grösugt í nefi, örlítill sítrus, sítróna, hnetur, gul epli, þurrt og nokkuð þykkt.

70%

2.690 krónur.

  • 7
Deila.