Founders KBS mætir í hillur ÁTVR!

Þær merku fréttir hafa borist að Founders KBS er væntanlegur í hillur ÁTVR.

Vínótek hefur áður fjallað um Founders Brewing en núna er einn margrómaði Kentucky Breakfast Stout mættur í hillur ÁTVR.

Líklegast eru þetta einn merkilegasti innflutti bjór sem hefur fengist hér á landi en þessi bjór kemur út einu sinni á ári og stemningin gríðarleg í kringum útgáfudag á honum. Síðan 2002 hefur þessi bjór verið nánast viðmiðið fyrir bourbon tunnuþroskaða imperial stout bjóra en Founders hafa lagt gríðarlega miklu vinnu í þennan bjór yfir árin.

Árið 2002 fengu Founders þá hugmynd að tunnuþroska Breakfast Stout bjórinn sinn. Þeir hringdu í Jack Daniels sem hefðu aldrei heyrt annað eins en tóku engu að síður vel í hugmyndina. Útkoman var töfrum líkust að sögn Dave Engbers, annar eigenda Founders og ákveðið var að skella í „imperial“ útgáfu af Breakfast Stout, setja þann bjór síðan í tunnurnar og það er það sem þeir kalla í dag Kentucky Breakfast Stout. Við bruggun á bjórnum er bæði notast við súkkulaði og kaffi og eftir árs legu í bourbon tunnum er útkoman silkimjúkur imperial stout. Í dag er Founders Brewing eitt af fremstu brugghúsum veraldar í tunnuþroskuðum bjórum og telur vöruhús og kjallarar þeirra c.a. 480.000 tunnur.

Í glasi er bjórinn sótsvartur með örlitlum brúnum haus. Í lykt má finna súkkulaði, með keim af ristuðu kaffi og vanillu. Á tungu er bjórinn silkimjúkur, örlítið sætur með keim af rist.

Founders KBS er ótrúlegur bjór og hvalreki fyrir íslenskt bjórfólk. Meðmæli eru sjálfgefin.

Deila.