Sumarbjórs umfjöllun: Ölvisholt Forseti

Annað árið í röð er sumarbjór Ölvisholts Forseti.

Forseti er merkilegur fyrir þær sakir að hann er líklegast fyrsta íslenska tilraunin til þess að brugga „New England IPA“ en þegar hann kom út í fyrrasumar voru fáir farnir að prófa sig áfram með stílinn. Þegar þetta er ritað hafa Kex Brewing, Brothers Brewery og Gæðingur bruggað þennan vinsæla bjórstíl sem gengur út á í stuttu máli að notast við enga síun, ríkulega þurruhumlun og meiri áhersla lögð á bragð en beiskju.

Forseti er ekki með mikla áfengisprósentu en er engu að síður afar bragðmikill bjór. Hafrar og hveiti gefa honum ákveðna fyllingu og hann er ríkulega humlaður með Pacific Gem, Azacca, Mosaic og El Dorado humlum.  Forseti er örlítið beittur en þurr með talsverður ávaxtatónum og frekar auðveldur. Að því sögðu er hann auðvitað hinn fínasti sumarbjór.

Forseti fær að sjálfsögðu meðmæli frá Vínotek og ekki eftir neinu að bíða að tryggja sér flöskur fyrir sumarfríið.

Deila.