Cepa 21 2014

Cepa 21 í Ribera del Duero er í eigu Moro-fjölskyldunnar og er framarlega í bylgju nútímalegra Ribera-vína og er auðvitað gert úr þrúgunni Tinto Fino, sem að víða annars staðar á Spáni er nefnd Tempranillo.

Þið getið lesið meira um Ribera del Duero og Cepa 21 með því að smella hér en við heimsóttum þetta hérað nýlega.

Litur vínsins er mjög dökkur, svarblár og djúpur. Svört ber ríkjandi í nefi, krækiber og sólber, heit, svolítið krydduð, eikin þétt, dökkristaðar kaffibaunir og dökkt súkkulaði, kraftmikið og mikið um sig. Vínið er rétt að byrja, það á mörg ár eftir og hiklaust ætti að umhella því tímanlega áður en það er borið fram.

100%

3.599 krónur. Frábært vín, frábært verð. Með rauðu kjöti og villibráð.

  • 10
Deila.