Las Moras Black Label Malbec 2015

Argentína er ekki bara Mendoza og næsta hérað í norðri, San Juan, er til dæmis einnig um margt forvitnilegt rauðvínssvæði. Finca Las Moras er einn af brautryðjendunum í að byggja upp víngerðina í San Juan og alls ræktar vínhúsið vínvið á rúmum þúsund hektörum á mismunandi svæðum í héraðinu.

Dökkt nánast svart á lit, liturinn þétturinn, kröftug angan af svörtum berjum, sólberjum og krækiberjum, töluvert áberandi eik með súkkulaði, reyk og vanillu, í munni þétt, nokkuð tannískt, ferskt. Enn mjög ungt og ávöxtur og eik enn að renna saman, gefið því góðan tíma til að opna sig, umhellið gjarnan.

 

90%

2.499 krónur. Frábær kaup.

  • 9
Deila.