Blóðberg beint frá Kanada

Á valda bari er mættur bjórinn Blóðberg sem er samvinnu bjór Borgar og Four Winds á vesturströnd Kanada. Bjórinn er Saison sem búið er að geyma á viðar tunnum með blóðbergi og svo nefndum Keremeos plómum.

Litur er brúnleitur. Í nefi er brettanomyces áberandi, ásamt örlitlum keimi af plómum, eik og pipar. Mjög þurr og flókinn. Í heildina er þetta afbragðs bjór og klárlega einn af betri bjórum Borgar. Þessi bjór var bruggaður og settur á tunnur í Four Winds brugghúsinu og fæst á krana á betri börum bæjarins. Að minnsta kosti meðan birgðir endast.

Vínotek mælir klárlega með þessum.

 

Deila.