Rumputuski frá Borg

Á þessum árstíma keppast íslensku brugghúsin við að láta frá sér árstíðabundna bjóra. Borg Brugghús hefur haft þann háttinn á að brugga alltaf lager bjór á haustinn, hvort sem það er pils, lager, marzen eða til dæmis bock. Í ár kemur Rumputuski, sem er þurrhumlaður lager með þýsku tilraunayrki. India Pale Lager er yfirskriftin enda ríkulega þurrhumlaður og frekar skýjaður.

Rumputuski er frekar léttur, einungis 4.6% áfengismagn. Hann er engu að síður bragðmikill, grösugur en ekki of beiskur þrátt fyrir mikið magn af humlum. Þegar þetta er skrifað hefur þessi bjór rokið út og takmarkaðar birgðir eru eftir í Vínbúðunum. Afbragðs bjór og ekki að ástæðulaus að hann er gríðarlega vinsæll um þessar mundir. Líklegast besti haust bjórinn þetta árið.

 

Deila.