Allegrini Valpolicella Superiore 2014

Ítalska hugtakið Superiore mætti þýða sem yfirburða en í Valpolicella-héraðinu eru gerðar kröfur um að vínin séu af ákveðnum styrkleika og séu geymda á tunnu í ákveðinn tíma til að ná þessari skilgreiningu. Yfirleitt eru það einhver bestu Valpolicella-vín húsanna sem notuð eru í Superiore-vínin. Allegrini er auðvitað einhver magnaðasta víngerðarfjölskylda svæðisins og þetta vín er frábært eins og flest sem frá þeim kemur, dökkt, mikið af dökkum kirsuberjum og dökku súkkulaði, ávöxturinn á mörkum að fara út í þurrkaða ávexti, jafnvel sveskjur,  blóm, aðallega fjólur, þétt og virkilega mjúkt og fínt, tannín þéttriðinn og kröftug, elegant. vín.

90%

2.790 krónur. Frábær kaup. Vín með gæsinni eða danskri jólaönd.

  • 9
Deila.