Kex Brewing blandar sér í jólabjóra flóruna

Kex Brewing er lítið brugghús á vegum Kex á Skúlagötu. Þeir eru farands brugghús sem hafa þann sið að brugga út um allar trissur. Þegar þetta er skrifað að þá hafa þeir bruggað bjóra með Warpigs í Kaupmannahöfn, Surly í Minnesota og 18th Street frá Indiana svo eitthvað sé nefnt. Auk þess hafa þeir verið afar áberandi á bjórhátíðum, bæði á The Annual Icelandic Beer Festival í fyrra sem og Brewskival 2017. Þeir eru aðeins undir radarnum en hafa verið að brugga afar áhugaverða bjóra og líklegast mestu boðberar Íslands hvað varðar „hazy“ bjórstefnunnar sem er að tröllríða öllu um þessar mundir. Með „hazy“ er átt við ósíaða IPA bjóra, sem kenndir eru við „New England“ eða Vermont og nærliggjandi fylkja í Bandaríkjunum.

Jólabjór Kex er hinsvegar ekki jafn gruggugur og aðrir IPA bjórar sem Kex Brewing hafa gert, hér er farið aðeins til baka til að gera „Session IPA“ sem er í miklu jafnvægi en hefur engu að síður mikinn humlakarakter. Hann er léttur, aðeins 4.8% í áfengi en hefur þann eiginleika að hver sopi kallar á annan. Áxaxtakenndur humlakeimur einkennir bjórinn og smá beiskja en í heild er hann í góðu jafnvægi og mjög auðveldur. Þetta er bjór bæði fyrir lengra komna og einnig þá sem eru að prófa eitthvað eitthvað nýtt.

KexMas fæst einungis á krana á Kex Hostel, Mikkeller & Friends og Hverfisgötu 12 og mælir Vínotek hiklaust með að mæta í einn, eða tvo, jafnvel þrjá….

Deila.