Pfaffl Zweigelt vom Haus 2016

Austurríska vínhúsið Pfaffl hefur átt ótrúlega góðu gengi að fagna á undanförnum árum og hlotið viðurkenningar sem eitt athyglisverðasta og besta vínhús Evrópu, m.a. frá bandaríska víntímaritinu Wine Enthusiast. Pfaffl-vínin hafa verið fáanleg reglulega hér á landi og hér er komin lína sem er á meira en viðráðanlegu verði. Rauner er þetta vín á ótrúlegu verði miðað við gæði.

Það sem slær mann um leið og það er smakkað er hversu einstaklega balanserað, mjúkt og fágað vínið er, fínleg og flott kirsuber og þroskuð rifsber í nefi, örlítið kryddað, silkimjúk áferð og jafnvægið nær fullkomið. Toppvín.

100%

2.299 krónur. Eitthvert mest heillandi vín sem við höfum smakkað á þessu ári. Gerist ekki mikið betra í þessum verðflokki og vínið fær einkunn eftir því. Á sérlista í Kringlu.

  • 10
Deila.