Allegrini-dagar á Grillmarkaðnum

Grillmarkaðurinn og vínhús Allegrini-fjölskyldunnar í Veneto á Ítalíu  efna til matarveislu dagana 16.- 17. febrúar 2018. Þessa daga munu Hrefna Sætran og matreiðslumenn Grillmarkaðarins bjóða upp á 9 rétta matarveislu í tilefni heimsóknar Francesco Allegrini sem hefur sérvalið vín með hverjum rétti.

Francesco mun leiða gesti Grillmarkaðarins um leyndardóma Allegrini, en hann er sonur Franco sem er aðal víngerðarmaður og eigandi vínhússins

Vín Allegrini-fjölskyldunnar eru með betri vínunum frá Valpolicella-svæðinu og fjölskyldan framleiðir m.a. hin frábæru vín La Poja, La Grola og Pallazzo della Torre auk frábærra Amarone-víni. Allegrini hefur verið viðloðandi vínrækt í Valpolicella frá sautjándu öld og vínin einkennast af frábæru jafnvægi á milli hins hefðbundna og hins nútímalega og framsækna.

Seðillinninn á Allegrini-dögunum er í formi smakkseðils sem allir á borðinu deila. Hér má sjá réttina og þau vín sem valin hafa verið með:

Lystauki:
Kjúklingalifraparfait, stökkt bygg og rauðvínssoðnar apríkósur

Forréttir:
GRILLUÐ HÁMERI
Íslenskt wasabi og Soyja-dressing
Allegrini Valpolicella Superiore DOC

RAUÐRÓFUGRAFIN BLEIKJA
Bleikjuhrogn, stökkt kryddbrauð og sýrt grænmeti
Allegrini Soave DOC

ANDARSALAT
Spínat, mandarínur og hægelduð andarlæri
Allegrini Belpasso, Valpolicella

GRILLUÐ NAUTA SHORT RIF
Karamellaður mysu laukur, stökkar rófur og kryddaður nautasoðgljái
Allegrini La Grola I.G.T

Aðalréttir:
LÉTT SALTAÐUR ÞORSKUR
með humarsalati, skelfisksósu og grilluðu eplamauki
Poggio Al Tesoro Vermentino

GRILLUÐ HROSSAMJÖÐM
Beinmergs og noisett gljái, karmellað rófumauk og kastaníusveppum
Allegrini Palazzo Della Torre I.G.T

GRILLUÐ LAMBAKÓRÓNA
hvítlaukskartöflur, stökkt grænkál og hnetumulningur
Allegrini Amarone D.O.C.G

Eftirréttur:
EFTIRRÉTTARPLATTI
Corte Giara Recioto, Valpolicella

Matur og sérvalin vín, Krónur 17.900.-

Deila.