Pascal Jolivet Sancerre 2016

Pascal Jolivet er eitt af stóru nöfnunum í franska vínheiminum þó að þorpið hans Sancerre sé ekki stórt. Á hæðunum í kringum Sancerre og nágrannaþorpið Pouilly kemst þrúgan Sauvignon Blanc stundum hvað næst fullkomnum, ekki síst þegar meistarar eins og Jolivet eru við stjórnvölinn.

Þetta er „venjulega“ Sancerre-vínið frá Jolivet, sem er frægur fyrir einnar ekru vínin sín en höfundareinkennin leyna sér ekki heldur í ódýrari vínunum. Angan vínsins er svolítið skörp, en jafnframt seyðandi. Þroskaður greipávöxtur, ferskjur, grösugt með vott af skotpúðri. Brakandi ferskt í munni, bjart, míneralískt í lokin.

90%

3.498 krónur. Frábær kaup, magnað hvítvín.

  • 9
Deila.