Fort George frá Oregon mætir á Mikkeller & Friends á fimmtudag

Astoria í Oregon er ekki bara þekkt fyrir að vera tökustaður kvikmyndarinnar Goonies en þar er einnig að finna eitt eftirsóttasta brugghús Oregon, Fort George Brewing. Fort George Brwing mun mæta á Mikkeller & Friends Hverfisgötu 12 næstkomandi fimmtudag, 17. maí með yfirtöku á krönum staðarins en til stendur einnig að brugga bjór með Kex Brewing á meðan dvöl þeirra stendur hér á landi.

Fort George þykir afar eftirsótt og hafa verið að gera gríðarlega góða IPA bjóra. Fields of Dreams serían þeirra er að fá svimandi háa dóma á Untappd og virðast þeir vera fremstir meðal jafningja í Oregon þegar kemur að fantagóðum IPA bjórum.

Kranalisti:

City of Dreams pale ale

10 th anniversary barley wine 

Shady grove red flanders

Cavatica stout

3 wisemen stout

Rufus red ale 

Fields of Green IPA

Suicide squeeze IPA

Auk þess verður eitthvað af dósum á staðnum

Þessi viðburður fæ full meðmæli og er skyldumæting fyrir bjóráhugafólk.

Nánar um viðburðinn hér

Deila.