Senda de los Olivos Rueda 2016

Við erum sem betur fer farin að sjá fleiri og fleiri vín frá Rueda í norðausturhluta Spánar en það er vínræktarsvæði sem hefur verið í mikilli sókn á síðustu ár. Rueda er hvítvínshérað og þekktast fyrir vín úr þrúgunni Verdejo – sem við erum líka sem betur fer farin að kynnast oftar og betur.

Senda de los Olivos er prýðilegt Rueda-vín, þokkalega grösugt, ferskar kryddjurtir, límónubörkur og suðrænn ávöxtur í nefinu. Þétt í munni, ferskt og langt.

80%

2.190 krónur. Frábær kaup. Tilvalinn fordrykkur eða með grillaðri bleikju og sítrónu.

  • 8
Deila.