Frábær sumarbjór frá Ölvisholti!

Þriðja árið í röð kemur Ölvisholt með Forseta sem sumarbjór.

Forseti á sér áhugaverða sögu því það má segja að hann hafi líklegast verið fyrsti skýjaði IPA bjórinn frá íslensku brugghúsi þegar hann kom fyrst á sjónarsviðið fyrir 2 árum. Hann er mikið humlaður og mjög skýjaður. Í nefi ber að nefna ávexti, þá ananas, papaya og örlítinn greip. Á tungu er hann örlítið hrár og með talsvert meiri beiskju en áður en hann er í mun meira jafnvægi og jafnvel betri en árin á undan.

Þrátt fyrir að hér sé ekki um að röða nýjung frá  Ölvisholti að er þetta nýjung að því leyti að hér er aðeins verið að gefa í hvað varðar skýjaða og ósíaða Session IPA bjóra og gaman að fá einn slíkan í flotta flóru sem er til staðar en t.d. Sopi frá Malbygg og Úlfrún frá Borg eru í þessum stíl, þ.e.a.s. ósíaðir og skýjaðir Session IPA bjóra. Hver þeirra er svo bestur er undir lesendum komið.

Forseti frá Ölvisholti fær full meðmæli og verður eflaust drukkið mikið af þessum bjór á sólríkum sumardögum.

Deila.