Roda 1 Reserva 2011

Roda er eitt af sannkölluðum ofurvínhúsum Rioja-héraðsins á Spáni og eigu Mario Rotlant sem hefur sterkari og meiri tengingu við Ísland en líklega nokkur annar vínframleiðandi. (Það er hægt að kynnast Rotlant og vínunum hans betur með því að smella hér).

Roda 1 er það Roda-vínanna þar sem lögð er áhersla á svartan ávöxt (sá rauði er yfirgnæfandi í víninu sem einfaldlega heitir Roda), vínið er mjög dökkt, liturinn er þykkur og djúpur, í nefinu sólber, plómur, reykur, dökkristaðar kaffibaunir, jörð, þetta er mikið vín, það hefur afl nýbylgju-Rioja-vínanna og jafnvel Ribera-vín en sömuleiðis fágun og mýkt klassísku Rioja-vínanna, tannín eru mjúk, vínið þurrt og míneralískt. Þetta er langhlaupari, vín sem vel má geyma og ætti að umhella til að gefa því tækifæri á að breiða úr sér.

100%

6.990 krónur. Mikið vín fyrir peninginn. Ekta villibráðarvín eða með vel hanginni nautasteik.

  • 10
Deila.