Brognoligo 2017

Brognoligo er einnar ekru hvítvín frá Cecilia Beretta og er ekran í hjarta Soave-svæðisins. Meginþrúga vínsins því Garganega eins og reglur þess svæðis segja til um.

Vínið er fallega ljósgult með grænum tónum, angan þess er opin, gul epli og ferskjur, þurrkað hey og þurrkaðar kryddjurtir, vínið er sýrumikið og mjög þurrt, þétt og hefur ágæta lengd.

80%

2.390 krónur. Frábær kaup. Með sjávarréttapasta eða skelfisk.

  • 8
Deila.