Corimbo 2013

Vínin frá Bodegas la Horra eru í hæsta flokki spænskra rauðvína, jafnt Roda-vínin frá Rioja og Corimbo-vínin frá Ribera del Duero. Þessi vín eiga auðvitað margt sameiginlegt, stíllinn er Bordeaux-legur en Ribera-vínin nota franska eik í tunnurnar á meðan sú ameríska er ríkjandi í Rioja-vínunum. Og þótt þrúgan sé að upplagi sú sama eða Tempranillo sem í Ribera er nefnd Tinta de Pais.

Vínið er mjög dökkt, svarfjólublátt á lit, það sama á líka við um ávextinn sem tekur á móti, berin eru dökk, þroskuð, þarna eru kirsuber og plóma, allt að því þurrkuð. Eikin er kröftug en fléttast vel saman við ávöxtinn, dökkristað kaffi og súkkulaði, þarna er töluverð jörð, vínið míneralískt. Þetta er stórt og aflmikið vín, tannín halda vel utan um þykkan ávöxtinn en þarna er líka þægileg fersk sýra, sem lyftir víninu og gefur því ferskleika og líf.

90%

3.990 krónur. Frábært nautakjötsvín.

  • 9
Deila.