Trivento Lejanamente Juntos Malbec-Cabernet Franc 2014

Lejanemente Juntos er lína sem að við höfum ekki séð áður hér á landi frá argentínska vínhúsinu Trivento. Þetta er eitt af toppvínum Trivento og samstarfsverkefni tveggja af bestu víngerðarmönnum Concha y Toro-grúppunnar, annars vegar Enrique Tirado frá Chile sem hefur verið víngerðarmaður bestu vína Concha þar, s.s. Don Melchor og Almaviva og hins vegar Victoria Prandina sem hefur verið víngerðarmaðurinn á bak við Eolo, ofurvínið frá Trivento.

Vínið er blanda úr tveimur þrúgum, annars vegar Malbec og hins vegar Cabernet Franc, tvær af Bordeaux-þrúgunum sem að við sjáum sjaldan tvær sama einar í blöndu. Þetta er verulega flott vín, liturinn er djúpur og dökkur og dökkur, svartur ávöxtur er ríkjandi, sólber sem renna saman við eik, vínið er elegant, hefur góðan ferskleika, kryddað, piprað með flottan, og ekki síst traustan og tignarlegan tannískan strúktúr. Algjörlega vín til að umhella og má vel geyma í nokkur ár.

100%

4.698 krónur. Frábær kaup. Þetta er magnað nautakjötsvín fyrir bestu steikurnar.

  • 10
Deila.