Broccolini með sítrónu og hvítlauk

Broccolini er náinn ættingi brokkólí eða spergilkáls sem nú er hægt að nálgast reglulega hér á landi, ekki síst eftir tilkomu Costco. Stilkarnir eru lengri en á spergilkáli og blómknúpparnir minni. Þá hentar broccolini ekki vel til að gufusjóða, það er langbest að steikja eða baka.

Þessi uppskrift hér er einföld og frábært að hafa sem meðlæti með jafnt kjöti sem fiski.

  • Broccolini
  • sítróna
  • hvítlaukur
  • ólífuolía
  • smjör
  • chiliflögur
  • salt og pipar

Byrjið á því að skera neðan af stilkunum ca 2-3 sentimetra. Ef stilkurinn er mjög þykkur er gott að skera hann í tvennt.

Saxið niður nokkra hvítlauksgeira og sneiðið eina sítrónu í þunnar sneiðar langsum. Hellið ólífuolíu í fat og bætið við hvítlauk og chiliflögum. Veltið broccolini upp úr olíunni. Baltið sítrónusneiðunum og smjöri saman við. Saltið og piprið.

Eldið við 200 gráður í um 30 mínútur. Takið út og kreistið smá sítrónusafa yfir og berið strax fram.

Deila.