Pazo Barrantes Albarino 2016

Af hverju í ósköpunum eru ekki fleiri Albarino-vín frá héraðinu Rias Baixas til sölu hér á landi? Maður hefur oft spurt sig þeirrar spurningar því af einhverjum ástæðum hafa þessi ljúffengu Galisíu-vín aldrei náð að festa sig almennilega í sessi hér á landi. Pazo Barrantes er vínhús í eigu Cebrián-Sagarriga fjölskyldunnar sem einnig á hið sögufræga Marques de Murrieta í Rioja.

Vínið er ljóst á lit, í nefinu límóna og lemon curd, ristaðar möndlur og einnig sætur ávöxtur sem teygir sig út í hitabeltisávöxt, grillaður ananas, vínði er þurrt og sýrumikið, míneralískt með þægilegri seltu í lokin. Hörkumatarvín.

90%

3.104 krónur. Frábær kaup. Sérpöntun.

  • 9
Deila.