Diablo Dark Red 2018

Diablo er eitt af nýrri vínum chilenska vínhússins Concha y Toro og sækir á vinsæl mið þar sem mikið er lagt upp úr þroska og sætu í víninu. Goðsögnin um að kölski eigi aðsetur í kjallara vínhússins varð til í þeim tilgangi að hræða óviðkomandi frá að að stelast ofan í kjallarann í skjóli nætur og næla sér í vín. Eitt þekktasta vín Concha y Toro er einmitt Casillero del Diablo (kjallari kölska) og með Diablo leikur víngerðarmaðurinn sér með þessa goðsögn og lætur það liggja sex mánuði, sex vikur og sex daga á eik áður en því er tappað á flösku.

Liturinn er vínsins er djúpur og dökkrauður, ávöxturinn er þroskaður og sætur, allt að því sultaður, rauð ber ríkjandi, kirsuber og títuber, súkkulaði og mildur reykur. Í munni mjúkt og feitt, með þykkum og sætum ávexti.

70%

2.599 krónur. Mjög góð kaup.

  • 7
Deila.