Dopff & Irion Cuvée René Dopff Pinot Gris 2017

Dopff & Irion er vínhús í Alsace sem að lengi vel var fyrirferðarmikið á Íslandi. Þetta sögufræga hús hefur verið minna áberandi á Íslandi síðustu árin en er nú að koma með „come-back“, sem er fagnaðarefni, því þetta er frábær víngerð. Pinot Gris-vínin frá Alsace eru allt öðru víni en vín úr sömu frá t.d. Ítalíu (Pinot Grigio), þau eru þykkari, feitari og  með meiri dýpt í öllu. Þetta er hörkufínn Pinot Gris í sínum flokki, fagurgulur litur, angan af sítrónu og sítrónuberki, hvítum blómum og sætum, þroskuðum perum. Í munni er það þykkt með mjúkri, svolítið feitri áferð en á sama tíma góðri sýru og ferskleika. Virkilega sjarmerandi vín.

90%

2.499 krónur. Frábær kaup. Vín með t.d. graflax.

  • 9
Deila.