Coto de Imaz Gran Reserva 2012

Gran Reserva er hástigið í vínflokkuninni í Rioja, þetta eru vínin sem legið hafa lengst í kjöllurum vínhúsanna, fyrst á tunnu og svo á flösku áður en að þau eru sett í sölu. Þetta Gran Reserva frá Coto de Imaz er frá árinu 2012 og því komið á sitt áttunda aldursár. Dimmrautt með byrjandi þroska, dökkur berjaávöxtur, leður, amerísk eik, kókos, í munni mjúk tannín, sýrumikið, þétt og míneralískt.

80%

3.399 krónur. Frábær kaup. Með nautasteikinni, t.d. Wellington.

  • 8
Deila.