Skammt suður af borginni Siena í Toskana rennar árnar Arbia og Arbiola saman og á þessu svæði er einnig að finna syðstu ekrurnar sem eru í eigu vínhússins Dievole. Þetta er létt og ferskt hvítt Toskana-vín, blanda úr Trebbiano (60%), Malvasia, Sauvignon Blanc og Chardonnay. Liturinn er ljósgulur og í nefinu er ferskur sítrus, sítróna og greipávöxtur, hvít blóm. Í munni ferskt og þurrt.
70%
2.499 krónur. Góð kaup.
-
7