Haldið upp á dag heilags Patreks

Það hefur verið fastur liður undanfarin ár að fjöldi veitingahúsa í miðborginni haldi upp á helsta hátíðardag Íra, dag heilags Patreks, með því að bjóða upp á tilboð á kokteilum og drykkjum þar sem írska Jameson‘s-viskýið er í aðalhlutverki. Það er engin undantekning í ár og að þessu sinni eru það 20 barir og veitingahús sem halda uppi merkjum Patreks, fimm á Akureyri og fimmtán í Reykjavík.

Dagur Heilags Patreks verndardýrlings Íra  St. Patrick’s Day er haldinn hátíðlegur 17. mars á þessu ári. Hann var trúboði og bisku sem var uppi á sjöttu öld og átti mikinn þátt í að koma á kristni á Írlandi. Þetta er  einn helsti frídagur Íra og er einnig mikið um dýrðir þar sem innflytjendur af írsku bergi brotnir eru áberandi, s.s. í Boston, Chicago og New York. Á þessum degi er haldið upp á írska menningu og írska arfleifð, sem er kannski ágætlega við hæfi hér líka því að við erum auðvitað að miklu leyti af Írum kominn.

Með því að skoða meðfylgjandi kort má sjá hvaða staðir það eru sem halda upp á Patreksdaginn en tilboðin gilda nú um helgina og út marsmánuð.

Deila.