Ítalskt eggaldislasagna – Melanzane alla Parmigiana

Þetta er sígildur ítalskur réttur sem nokkur svæði bæði í norður- og suðurhluta landsins gera tilkall til.  Þannig telja jafnt Sikileyingar, íbúar Kampaníu og ekki síst Parma að þetta sé þeirra uppskrift. Ítalir kalla þetta raunar ekki lasagna  heldur eggaldin í parmesan (melanzana alla parmigiana) en það er engu að síður það sem lýsir þessum yndislega rétti best. Þunnar eggaldinssneiðar mynda lög sem skilja að tómatasósuna og ostinn.

  • 2 eggaldin
  • 1 laukur, fínsaxaður
  • 4-6 hvítlauksrif
  • klípa af chiliflögum
  • 2-3 tsk oreganó
  • lúka basillauf
  • rifinn parmesanostur
  • salt og pipar

Byrjið á því að skera eggaldin í þunnar sneiðar langsum, nokkurra millimetra þunnar. Hitið smá olíu á pönnu og steikið sneiðarnar þar til að þær hafa tekið á sig smá lit og eru orðnar mjög mjúkar. Það þarf að gera þetta í nokkrum skömmtum. Það má líka grilla sneiðarnar þegar veður og aðstaða leyfir.

´Á sama tíma er gerð klassísk ítölsk tómatasósa en það er hægt að lesa nánar um hvernig maður gerir hana hér. Ef við erum að flýta okkur mýkjum við lauk í olíu á pönnu, bætum hvítlauknum, óreganó og chiliflögum saman við. Síðan tómötunum og leyfum að malla þar í um15 mínútur. Bætið basil út í lokinn. Maukum svo örstutt í matvinnsluvél.

Þá er komið að því að gera „lasagnað“. Setjið fyrst tómatasótu í botninn á eldföstu móti. Rifinn parmesan yfir og síðan lag af eggaldinssneiðum. Og síðan koll af kolli og efst lag af tómaatasósu og parmesan.

Eldið í ofni í 30-40 mínútur við 200 gráðu hita. Berið fram sem aðalrétt með góðu salati eða sem meðlæti með t.d. grilluðu kjöti. Og þetta er bara betra daginn eftir.

Deila.