Castillo de Arisan Chardonnay 2018

Bodegas Aresan er vínhús skammt suður af Madrid þar sem mikið af þeim vínum sem Spánn framleiðir eru ræktuð. Castillo de Arisan er nútímalegt Chardonnay, hefur svolítið nýjaheimslegt yfirbragð. Ljósgult á lit, ávöxturinn er ferskur, þroskaður svolítið suðrænn, sætar ferskjur og ananas, ferskt, nokkuð þykkt og þægilegt. Vel gert vín.

80%

2.199 krónur. Frábær kaup. Fínt sumarvín, með grillaðri bleikju eða skelfiski. Með sushi.

  • 8
Deila.