Bramito della Sala 2019

Castello della Sala í Úmbríu-héraði er einn af vínbúgörðum Antinori-fjölskyldunnar og þaðan koma einhver bestu hvítvín Ítalíu. Þekktast þeirra er flaggskipið Cervaro della Sala en bestu kaupin eru að okkar mati Bramito della Sala. Þetta er Chardonnay-vín, rétt eins og Cervaro og koma þrúgurnar af ekrunum í kringum sjálfan Sala-kastalann. 2019 er auðvitað enn mjög ungt vín og þetta er vín sem vel má geyma í einhver 2-3 ár. Það er fölgult, sæt sítrónuangan og sítrónubörkur í nefi, greip, mangó og ananas, mild eik sem brýst fram sem vanilla, rjómi. Það er ferskt í munni, fín sýra, ungur og arómatískur ávöxtur. Fín þykkt.

90%

3.099 krónur. Frábær kaup. Fullkomið með t.d. grilluðum humri eða sjávarréttapasta.

  • 9
Deila.