Masseria Surani Atlas Primitivo 2018

Nafn Tommasi-fjölskyldunnar er vel þekkt á meðal íslenskra neytenda en það eru þó líklega vínin af heimaslóðum fjölskyldunnar í Veneto sem flestir eru kunnugir. Tommasi hefur á síðustu árum fært út kvíarnar á Ítalíu og framleiðir einnig vín í Toskana og allra syðst á Ítalíu í Púglía, en þaðan kemur þetta vín. Þrúgan Primitivo er helsta héraðsþrúga þeirra í Púglíu en Zinfandel í Kaliforníu er talin vera afbrigði af henni. Atlar er gert úr lífrænt ræktuðum þrúgum, litur dimmrauður og ávöxturinn einkennist af þurrkuðum rauðum berjum, kryddað, svartar ólífur og vottur af lakkrís. Það hefur miðlungsþyngd í munni og nokkuð ferska sýru.

70%

2.499 krónur. Góð kaup. Með léttum pastaréttum.

  • 7
Deila.