Áster Finca el Otero 2014

Finca el Otero er einnar ekru vín frá Bodegas Áster sem er í eigu La Rioja Alta, einu þekktasta vínhúsi Rioja-héraðsins. Áster er í Borguix í héraðinu Ribera del Duero og er vínviður Finca el Otero um 60 ára gamall Tinta Fina, en það er heiti Tempranillo-afbrigðisins sem ræktað er í Ribera. Þetta er dökkt, massívt og mikið vín. Svarblátt, liturinn þéttur og djúpur. Angan vínsins enn ung, svartur berjaávöxtur, sólber og þykk og ágeng ristuð eik. Dökkt súkkulaði, reykur, toffí og sæt vanilla, kryddað, jafnvel út í smá negul. Í munni er vínið þykkt og mjúkt,umlykur góminn með sýru og kröftugum en silkimjúk tannínum, eik og ávöxtur renna vel saman, míneralískt í lokin. Þetta er vín sem þarf umhellingu, einni til tveimur klukkustundum áður en það er borið fram. Mun halda áfram að þróast og batna við geymslu í að minnsta kosti 5 ár.

100%

5.899 krónur. Frábær kaup. Með villibráð.

  • 10
Deila.