Baron de Ley Finca Monasterio 2016

Vínhúsið Baron de Ley, fyrir utan þorpið Mendavia syðst í Rioja við mörkin að Navarra, er dæmigert fyrir nýbylgjuna í Rioja. Þetta er vínhús í Chateau-stíl byggt upp í kringum gamalt Benediktína-munkaklaustur. Vínið Finca Monasterio kemur einmitt af ekrum klaustursins. Meginþrúga vínsins er Tempranillo eins og í flestum Rioja-vínum en þarna er líka að finna 15% af Bordeaux-þrúgunni Cabernet Sauvignon, sem setur töluverðan svip sinn á vínið. Dökkrautt, eikin framarlega í nefi með kókos, reyk og dökku súkkulaði í kringum þroskaðan sultaðan kirsuberjaávöxt og sólber, í munni tannískt, cabernet-inn gefur festu og strúktúr, þurrt, míneralískt með langa endingu.

90%

3.999 krónur. Frábær kaup. Með nautakjöti eða mildri villibráð, s.s. hreindýri.

  • 9
Deila.