Vietti Barbera d’Asti Trevigne 2018

Vietti er gamalgróið vínhús í Castiglioni Falleto í Piedmont sem hefur framleitt vín þar í eina og hálfa öld. Bandaríska Krause-fjölskyldan keypti vínhúsið árið 2016 og bættust þá ekrur sem hún átti í Barolo í sarp Vietti. Þetta vín úr Barbera þrúgunni kemur frá hæðunum í kringum þorpið Asti, hreinlega yndislegt vín.  Fagurrautt á lit,  bjartur, skarpur og ágengur ávöxtur í nefi, dökk ber, sólber blóm, fjólur, tannín mikil og mjúk, lifandi og langt.

100%

3.399 krónur. Frábært hlutfall verðs og gæða, sem gefur víninu hálfa auka stjörnu. Með risotto eða hægelduðu kjöti, t.d. lambaskönkum eða Osso Buco.

  • 10
Deila.